Um migMálefninGreinasafnSamband
Birt þann: 
5/1/2022

Reykjanesbær hefur mikla möguleika þegar kemur að atvinnu hér á svæðinu

Það má eiginlega segja að hér drjúpi smjör af hverju strái.

Reykjanesbær hefur mikla möguleika þegar kemur að atvinnu hér á svæðinu. Það má eiginlega segja að smjör drjúpi hér af hverju strái.

En til að nýta öll þau tækifæri sem eru í boði þarf að koma með einhverja áætlun og Reykjanesbær þarf að vera þar fremstur í flokki.  Við þurfum að byggja upp öflugt atvinnulíf sem byggir ekki bara á verslun og ferðaþjónustu , heldur líka á hugviti og nýsköpun. Það er mikilvægt að unnin verði áætlun sem miðar að því markmiði og fylgja henni fast eftir.

Ef sett er fram trúverðug áætlun og henni fylgt eftir þá eru okkur allir vegir færir.

Dæmi um slíkt er verkefnið sem KADECO fékk í sýnar hendur sem var stórt og heppnaðist vel, það er að segja að koma starfsemi í þær byggingar sem varnarliðið skyldi eftir sig.  Það eitt sýnir og sannar að góð áætlun getur lyft grettistaki.

Nú er KACECO komið með nýja áætlun og framtíðarsýn sem vert er að skoða.  Framtíðarsýnin er um nýtt skipulag og uppbyggingu á Ásbrúar svæðinu en það er góður grunnur fyrir áframhaldandi verðmætasköpun í nágrenni flugvallarins.

Einnig er ÍSAVIA er með stórhuga framtíðarsýn á uppbyggingu sem þeir eru með hugmyndir um allt í kring um Keflavíkurflugvöll og þær alþjóðlegu tengingar sem honum fylgja.

Þarna er svæði sem gæti verið eftirsótt fyrir erlenda aðila til að byggja upp sýna starfsemi. Helguvíkursvæðið er það svæði sem í dag er kirkjugarður stórhuga framkvæmda.

En þótt stórhuga hugmyndir hafi ekki orðið að veruleika eða hafi verið allt öðruvísi en upp var lagt með, þá er engin ástæða til þess að gefa svæðið upp á bátinn.  Fram eru komnar skemmtilegar hugmyndir með nýtingu á ávershúsinu og verður spennandi að sjá hvort það geti nýst sem einskonar nýsköpunar miðstöð hér í Reykjanesbæ.

En þar er verið að hugsa um að taka nýsköpun af hugmyndastigi og setja á framkvæmda stig með aðstoð við þá aðila sem vantar húsnæði undir sýna starfsemi.

Nýsköpun er ekki bara fallegt orð heldur eitthvað sem við verðum að fara að skilja út á hvað gengur. Það er alveg ljóst að Reykjanesbær þarf að hlúa betur að nýsköpun, ef það verður ekki gert þá eigum við eftir að dragast aftur úr, þess vegna verðum við að styðja við uppbyggingu innviða fyrir slíka starfsemi á svæðinu og skoða mætti samstarf einkaaðila og opinberra aðila í því sambandi.

Reykjanesbær og hagsmunaaðilar á svæðinu eiga að leggjast á eitt og ýta á nýtt Nýsköpunarráðuneyti og bjóða landsvæði, bjóða þekkingu og bjóða aðstoð.

Þar eiga aðilar að taka höndum saman og gera áætlun um hvernig best verði að því staðið. Það verður að leggja mat á það  hvernig uppbygging á svæðinu getur leitt til þess að svæðið verði eftirsótt fyrir iðnað sem byggður er á nýsköpun og hugviti.

Reykjanesbær hefur tækifæri á að byggja upp þjónustu í kring um atvinnulíf sem gæti byggt á hugviti, nýsköpun og ferðaþjónustu.

Látum það tækifæri ekki fram hjá okkur fara.

Fleiri greinar

fylgstu með mér

Skráðu þig á póstlistann

Förum yfir það sem brýnast er að gera í bæjarfélaginu varðandi málefni eldri borgara, atvinnulausra og unga fólksins sem bíður eftir dagvistun.

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.