Um migMálefninGreinasafnSamband

Atvinna, umhverfi og eldri borgarar

Ég brenn fyrir að bærinn okkar verði sjálfbær hvað varðar umhverfismál, eldri borgara njóti sannmælis, fjölskyldumál séu í lagi og næg atvinna sé í boði.

fjölbreytt reynsla

Ég hef rekið mitt eigið verktakafyrirtæki í áratugi

Ég er 51 árs Reyknesbæingur í húð og hár, fæddur og uppalinn í Keflavík en fluttist til Njarðvíkur 18 ára. Foreldar mínir eru Ævar Guðmundsson fv. flugvélstjóri og Guðrún Eyjólfsdóttur bókasafnsfræðingur og formaður FEB.

Konan mín er Aðalheiður Níelsdóttir og við eigum þrjú börn Kristbjörgu, Eyjólf og Níels og þrjú barnabörn Ævar, Freyju og Hauk. Ég hef fjölþætta reynslu og þekkingu úr atvinnulífinu. Unnið í fiskvinnslu, í uppskipun, sem bifvélavirki, í laxeldi og gröfumaður.

Þá hef ég komið að rekstri og átt vídeóleigu, hluthafi í byggingafyrirtæki en lengst af starfað sem rafeindavirki og tæknimaður við eigið fyrirtæki síðan 2003.

Ég hef alla tíð verið félagslyndur maður. Ég gekk í Kiwanishreifinguna aðeins rétt rúmlega tvítugur og starfa þar enn. Þar hef ég gengt öllum stöðum innan klúbbsins sem ég er í, og er nú svæðisstjóri hreyfingarinnar.

Starf mitt í Kiwanishreyfingunni hefur gefið mér mikið

Í seinni tíð innan Kiwanis hef ég frekar verið í að leiðbeina mönnum hvernig hreifingin er byggð upp og hjálpað mönnum sem eru ekki vissir í hvernig eigi að bera sig að, þess vegna get ég sagt að Kiwanishreifingin hefur gefið mér mikið og gert mig að betri manni.

Ég er forfallinn skotveiðimaður og hef stundað skotveiði frá unga aldri. Skotveiði er eitthvað þar sem maður nær að sameina tvenn áhugamál útivist og skotveiði.

Ég hef smitað alla fjölskylduna af þessari ástríðu og öll börnin mín hafa farið með mér í skotveiðina og konan líka, það má því segja að þetta sé fjöskyldusport.


Gamall Willys sem gleður

Mín ástríða er að gera upp gamlan Willys sem ég á. Að geta verið í bílskúrnum og gleymt sér í svona verkefni er eitthvað sem gefur mér mikið.

Þetta verk er ég að vinna með strákunum mínum og þar get ég kennt þeim eitthvað sem þeir síðan búa að í framtíðinni, alveg eins og pabbi minn kenndi mér. Það er gaman að fá að klæða sig í drullugallan öðru hverju.

Myndin hér til hliðar er tekin einmitt þegar við feðgar vorum að vinna síðasta daginn í þessum fötum sem voru orðin handónýt eftir að vera búnir að hreinsa hreinsa talsvert af óhreinindum af bílnum.

fylgstu með mér

Skráðu þig á póstlistann

Förum yfir það sem brýnast er að gera í bæjarfélaginu varðandi málefni eldri borgara, atvinnulausra og unga fólksins sem bíður eftir dagvistun.

Thank you! Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.