Um migMálefninGreinasafnSamband

Málefnin

Ég legg áherslu á heiðarleika, gegnsæi og eljusemi til að fylgja málum eftir alla leið.

Eitthvað nýtt, ekki alltaf sama gamla tuggan

Birt þann:
6/1/2022
í flokknum:
Umhverfismál
Ég býð mig fram í fjórða sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í prófkjöri 2022. Málefnin skipta öllu. Það er því ekki sama hvernig á þeim er tekið. Ég legg til heiðarleika, gegnsæi og eljusemi til að fylgja málum eftir alla leið.
Eiður Ævarsson.
Umhverfismál

Hrinda þarf í framkvæmd áætlunum um Hringrásargarð sem er mjög gott framtak

Hrinda þarf í framkvæmd áætlunum um Hringrásargarð sem er mjög gott framtak og er í raun stórgóð hugmynd. Við ættum að skoða að hefja hér moltugerð því talað hefur verið um að allt að 40% af úrgangi sé nothæft til moltugerðar, og er ekkert því til fyrirstöðu að við getum ekki náð því markmiði hér á Suðurnesjum.

Við eigum í samvinnu við nágrannasveitarfélögin að byggja upp  gróðursvæði um allan Reykjanesskagann, þar má nefna svæði sem fjölskyldufólk gæti komið saman, farið í lautarferðir, grillað saman og jafnvel haldið kvöldvökur.

Það mælir margt með því að Suðunesjamenn komi sér saman og byggi hér upp útivistarsvæði bæði fyrir íbúa sína og ferðamenn innlenda jafnt sem erlenda.

Einnig eigum við að byggja upp tjarnir á Reykjanesskaganum fyrir fuglalíf sem myndi blómstra þar í kring og ég tala nú ekki um skógræktarfélög og fyrirtæki sem gætu fengið úthlutað skipulögð svæði til þess að rækta upp og færa síðan sveitarfélögunum til notkunar að ræktunartímabilinu loknu.

Fitjar er anddyri Reykjanesbæjar og þar þarf að snyrta umhverfið talsvert. Hér má sjá einfalda tillögu og auðvelda í framkvæmd en bætir ásýnd svæðisins til muna. Í framhaldinu verða svo fyrirhugaðar framkvæmdir á svæðinu tengdar þannig að Fitjar geti orðið skemmtilegt útivistarsvæði með fullt af möguleikum.