Ég legg áherslu á heiðarleika, gegnsæi og eljusemi til að fylgja málum eftir alla leið.
Við þurfum að skoða að koma upp svokölluðum Fablab vinnustofum í öllum skólahverfum það eitt og sér myndi efla sköpunargáfu barna og færni þeirra í tæknigreinum.
Stórauka þarf vægi verkgreina í grunnskólum bæjarins. Það er liður í því að skapa jöfn tækifæri fyrir öll börn að þroska hæfileika sína og skapa úr þeim tækifæri og verðmæti.