Ég legg áherslu á heiðarleika, gegnsæi og eljusemi til að fylgja málum eftir alla leið.
Það er afar mikilvægt að þeir sem veljast til forystu Reykjanesbæjar hafi skýra sýn á eflingu heilsugæslunnar og geri það sem í þeirra valdi stendur til að hér opni einkarekin heilsugæsla. Það er eina leiðin til að tryggja að hér starfi nægjanlegur fjöldi lækna sem veitt geta eðlilega þjónustu sem við íbúar gerum kröfu um.
Síðan er það sérstakt verkefni að styrkja rekstur HSS. Ljúka við að koma öllu húsnæði stofnunarinnar í not. Bæta aðstöðu Bráðamóttökunnar, heilsugæslunnar og starfsmanna. Halda áfram að bæta aðstöðu fyrir sérfræðilækna og fjölbreyttri heilbrigðisþjónustu sem er mikilvægur þjónustuþáttur stofnunar eins og HSS.