Um migMálefninGreinasafnSamband

Málefnin

Ég legg áherslu á heiðarleika, gegnsæi og eljusemi til að fylgja málum eftir alla leið.

Styðjum við frumkvöðla og eflum ferðaþjónustu

Birt þann:
6/1/2022
í flokknum:
Atvinnumál
Ég býð mig fram í fjórða sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í prófkjöri 2022. Málefnin skipta öllu. Það er því ekki sama hvernig á þeim er tekið. Ég legg til heiðarleika, gegnsæi og eljusemi til að fylgja málum eftir alla leið.
Eiður Ævarsson.
Atvinnumál

Trúverðug áætlun um uppbyggingu atvinnu í Reykjanesbæ

Reykjanesbær býr svo vel að hér er öll sú besta aðstaða og húsnæði fyrir frumkvöðla, hugvits og nýsköpun hverskonar. Ég vil að lögð verði fram trúverðug áætlun um hvernig við ætlum að byggja upp atvinnu hér í bænum, áætlunin á að vera með tímasettum markmiðum og þeirri áætlun verði fylgt fast eftir.

Við eigum að byggja upp þjónustu í kring um atvinnulíf sem gæti byggt á frumkvöðla starfsemi, nýsköpun og ferðaþjónustu.

Einnig er álagning og fasteignaskattar á fyrirtæki eru með því hæsta sem gerist á landinu, það þarf að skoða hvernig hægt er að lækka álagninguna og fasteigna skatta af atvinnulífinu. Þessi háa skattlagning dregur úr samkeppnishæfni og getu fyrirtækja til að skapa störf og verðmæti.